VALMYND ×

Fréttir

Þemadagar - föstudagur

Fréttamennirnir Kristófer Leví og Tryggvi Leó
Fréttamennirnir Kristófer Leví og Tryggvi Leó

Í dag erum við búnir að vera í fjölmiðlahópnum og sjá mikið. Við fórum á eldstöðina 2 sinnum. Í fyrra skiptið vorum við með myndavél og tókum fullt af myndum. En í seinna skiptið vorum við með myndatökuvél og tókum mörg viðtöl. Við tókum myndband af lummugerðinni og fengum lummur sem við gerðum, þær voru mjög góðar. Eftir það fórum við í náttúrufræðistofunna og tókum myndband af  rafstöðutæki sem gaf manni straum.

 

Kristófer og Tryggvi Leó

Kátir dagar

Fréttamenn dagsins
Fréttamenn dagsins

Nú er fyrri þemadegi lokið og vonandi allir glaðir og sáttir. Fréttamenn fjölmiðlahóps hafa haft nóg fyrir stafni í dag líkt og aðrir. Þeir fóru á milli stöðva, tóku viðtöl, myndir og myndbönd og má sjá hluta afrakstursins hér fyrir neðan og inni á myndasíðu skólans.

Fyrir morgundaginn væri gott að nemendur æfðu texta lagsins La Dolce Vita sem allir ætla að syngja saman á morgun. Textann má finna hér: http://grisa.isafjordur.is/ymis_skjol/skra/58/


Myndband Arnórs Gísla

 

Myndband Hafdísar

 

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Hafdís Bára og Arnór Gísli
Fréttamennirnir Hafdís Bára og Arnór Gísli

Við erum búin að taka viðtöl við krakka og myndir og myndbönd vegna þemadaganna. Við lögðum mikla vinnu í myndböndin og verður hægt að sjá þau hér á síðunni.

 

Arnór Gísli og Hafdís Bára

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Ísak Andri, Sigrún Brynja og Tryggvi
Fréttamennirnir Ísak Andri, Sigrún Brynja og Tryggvi

Í dag var mjög gaman en ekki of erfitt en  samt mjög gaman. Við tókum viðtöl við kennara og krakka og það var mjög gaman að horfa á tilraunirnar. Við spurðum hvað væri gert og hvort það væri gaman. Margir sögðu já.

Tryggvi, Ísak Andri og Sigrún Brynja

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttakonurnar Hulda Pálma og Rakel Ósk
Fréttakonurnar Hulda Pálma og Rakel Ósk

Við erum búnar að fara og sjá eldstöðina þar var verið að baka brauð. Í krónustikk voru krakkarnir að kasta krónum og sá sem náði að kasta lengst vann. Við fórum líka og tókum viðtöl og myndir á öllum hinum stöðvunum. Við klipptum myndbandið og margt annað fræðilegt. Þetta var mjög gaman.

Hulda Pálma og Rakel

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Hjörtur Ísak og Þráinn Ágúst
Fréttamennirnir Hjörtur Ísak og Þráinn Ágúst

Í dag fórum við á þemadaga hjá G.Í. Við vorum fréttamenn og við tókum viðtal við þrjá hópa og tókum upp fimm vídeó af öðrum hópum.

Hjörtur Ísak og Þráinn

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Kolmar og Maríanna
Fréttamennirnir Kolmar og Maríanna

Í skólanum eru þemadagar og krakkarnir eru allir á stöðvum og að fikta við allskonar hluti eins og  náttúrufræðitilraunir og fleira. Þá er verið að setja allskonar efni í vatn og láta það breyta um lit. Þau virtust öll hafa gaman eins og einn nemandinn sagði og flestir virtust vera ánægðir með hópana. Svö kíktum við út á krakkana í lummubakstri. Ekki voru allir ánægðir með hópana en flestir virtust allavega hafa gaman og eins og einn sagði  besti parturinn var að borða lummurnar og það hafi bjargað deginum. Það var líka dansað og sungið og farið í leiki úti. Það var líka hlustað á sögur og klætt sig í búninga. Þetta heldur áfram á morgun og allskonar önnur störf og leikir verða þá.

Kolmar og Maríanna

Kátir dagar

Fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. mars verða þemadagar í skólanum undir yfirskriftinni Kátir dagar. Þessa tvo síðustu daga fyrir páskaleyfi verður hefðbundið skólastarf stokkað upp og nemendum skipt í 28 hópa, þvert á árganga. Unnið verður í stöðvavinnu við fjölbreytt verkefni bæði úti og inni s.s. tilraunir, lummubakstur, dans, tónlist, ljóð, leiki, þrautir, fréttaflutning o.fl.
Kátum dögum lýkur svo um hádegið á föstudag þegar allir nemendur safnast saman á Silfurtorgi og stíga dans og marsera svo aftur að skólanum og snæða saman undir berum himni. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.

Gulur dagur

Svandís Anna Sigurðardóttir kennari og Málfríður Arna Helgadóttir í 10.BH
Svandís Anna Sigurðardóttir kennari og Málfríður Arna Helgadóttir í 10.BH
1 af 2

Þar sem páskaleyfi er rétt handan hornsins var ákveðið að hafa svokallaðan gulan dag í skólanum í dag. Allir voru hvattir til að klæðast einhverju gulu og var heldur betur bjart yfir skólanum, þó svo að ekki hafi tekist að laða fram sólina í þetta skiptið.

Kynjafræði kennd við G.Í.

Í vetur höfum við verið svo heppin að hafa Svandísi Önnu Sigurðardóttur kynjafræðing í kennarahópnum. Hún hefur kennt kynjafræði í 10. bekk frá því í janúar og er það trúlega einsdæmi hér á landi að kynjafræði sé kennd í grunnskóla af sérmenntuðum kynjafræðingi. Svandís hefur skrifað grein um kynjafræðikennslu sína við skólann og hvetjum við alla til lesa hana, en hana má finna hér http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=173989.