VALMYND ×

Fréttir

Vel heppnað þorrablót 10. bekkjar

1 af 4

Þorrablót 10. bekkinga sem haldið var s.l. föstudag, tókst mjög vel í alla staði, en þar skemmtu nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans sér saman. Hefðbundinn þorramatur var á borðum, þar sem hver og ein fjölskylda kom með sitt eigið trog samkvæmt venju. Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum, en á meðal atriða var sundsýning feðra sem vakti mikla lukku og einnig brugðu kennarar á leik.

Að borðhaldi loknu var stiginn dans og augljóst að nemendur höfðu æft mjög vel undanfarnar vikur og dönsuðu af mikilli snilld.

Þorrablót 10. bekkjar

Þorrablót 10. bekkjar verður  haldið á morgun, föstudaginn 23. janúar kl. 20 á sal skólans. Skemmtiatriði verða í höndum foreldra og starfsmanna skólans, sem hafa unnið að undirbúningi síðustu vikur. Einnig hafa nemendur æft gömlu dansana af kappi, þannig að búast má við frábæru kvöldi.

Hilda María og Pétur Ernir sigurvegarar SAMVEST

Pétur Ernir Svavarsson og Hilda María Sigurðardóttir sigruðu söngkeppni SAMVEST
Pétur Ernir Svavarsson og Hilda María Sigurðardóttir sigruðu söngkeppni SAMVEST

Undankeppni söngkeppni Samfés (Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi) var haldin í Bolungarvík í gær. Sex atriði kepptu þar um að verða fulltrúar Vestfjarða/SAMVEST í landskeppninni, sem haldin verður 14. mars n.k. í Laugardalshöll í Reykjavík.

Ísfirðingarnir Hilda María Sigurðardóttir og Pétur Ernir Svavarsson sigruðu með lagið ,,We found love" sem söngkonan Rihanna gerði frægt, en íslenskan texta gerði Lísbet Harðardóttir. Pétur og Hilda sungu bæði, auk þess sem Pétur lék á píanó.

Í 2. sæti varð Kristín Helga Hagbarðsdóttir frá Bolungarvík og í 3. sæti urðu Erna Kristín Elíasdóttir, Emil Uni Elvarsson og Birnir Ringsted, einnig frá Bolungarvík. Dómarar voru þau Salóme Katrín Magnúsdóttir, Tuuli Rähni, Sigrún Pálmadóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson.

 

SAMVEST frestað til morguns

Söngvakeppni Samvest (samtaka félagsmiðstöðva á Vestfjörðum) sem átti að fara fram í kvöld í félagsheimilinu í Bolungarvík, hefur verið frestað til morguns, laugardagsins 17. janúar kl. 19:30.

Lúsin enn á kreiki

Af gefnu tilefni vill skjólahjúkrunarfræðingur benda á að þar sem lúsin er ennþá viðvarandi í skólanum er mikilvægt að foreldrar allra barna í skólanum haldi áfram að kemba næstu tvær vikur og þá alla fjölskyldumeðlimi.

Kemba þarf á fjögurra daga fresti næstu 2 vikur þ.e. á 1. degi, 5. degi, 9. degi og 13. degi.

 

Lestrarsprettur

Þessa viku er lestrarsprettur hjá okkur, þar sem allir eru hvattir til að lesa enn meira heldur en venjulega, bæði heima og í skólanum. Hægt er að útfæra lesturinn á ýmsan hátt t.d. með lestrarbingói eða paralestri og lesa jafnvel á öðrum stöðum en venjulega. Aðalatriðið er að njóta lestursins, en eins og allir vita þá er lestur bestur!

 

Gleraugu í óskilum

Hér í skólanum liggja gleraugu í óskilum. Eigandi getur nálgast þau hjá ritara skólans.

Skólastarf hafið

Nú er skólastarf hafið eftir langt og gott jólaleyfi. Við vonum að allir séu endurnærðir og tilbúnir að takast á við sín störf. Ekki skemmir fyrir að daginn er farið að lengja og styttist í að sólin láti sjá sig.

Það er alltaf eitthvað spennandi framundan í skólanum og nú eru krakkarnir í 10. bekk t.d. farnir að æfa gömlu dansana fyrir þorrablótið, sem haldið verður á bóndadaginn, 23. janúar n.k.

Þá fer einnig að líða að annaskilum með tilheyrandi námsmati, en vorönn hefst 26. janúar.

 

Gleðilegt ár

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegs árs. 

Mánudaginn 5. janúar er starfsdagur og hefst kennsla þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.

Jólaleyfi

Í morgun voru litlu jólin haldin hátíðleg og áttu nemendur og starfsfólk góða samverustund. Þar með hófst jólaleyfið, en kennsla hefst aftur þriðjudaginn 6. janúar 2015.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum velunnurum gleðilegrar hátíðar og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Hér má sjá jólakveðju frá G.Í.