VALMYND ×

Góðar niðurstöður foreldrakönnunar

Í október s.l. sendum við foreldrum könnun varðandi sex atriði skólastarfsins, þ.e. nám og kennslu, upplýsingamiðlun, úrvinnslu aga- og samskiptavandamála, samskipti við umsjónarkennara, notkun mötuneytisins og samskipti við stjórnendur.

Við úrvinnslu niðurstaðna er unnið út frá skoska sjálfsmatskerfinu Hversu góður er skólinn okkar? (How good is our school) sem einnig er kallað Gæðagreinir. Kerfið er hannað til að stuðla að árangursríku sjálfsmati sem er fyrsta mikilvæga skrefið til umbóta. Notaður er einkunnaskali  frá 1 - 6 sem á að miða að faglegri hæfni fremur en tæknilegri útfærslu. Á þessum skala merkir 1 = ófullnægjandi, 2 = slakt, 3 = fullnægjandi, 4 = gott, 5 = mjög gott og 6 = framúrskarandi. Við setjum okkur það markmið að ná 4 í öllum þáttum, en lægri einkunn þýðir það að úrbóta er þörf sem fyrst.

Það er okkur mjög mikilvægt að rödd foreldra heyrist varðandi skólastarfið og því erum við mjög þakklát þeim 191 sem sáu sér fært að svara könnuninni. Við munum rýna í niðurstöðurnar og gera okkar besta til að bregðast við af fagmennsku. Það er alltaf tækifæri til að gera betur í öllum atriðum. Varðandi niðurstöðurnar erum við sérstaklega ánægð að sjá að mötuneytið okkar fær góða einkunn, en það hefur ekki verið niðurstaðan undanfarið. Áskrifendum hefur fjölgað um 20% frá fyrra vetri, sem segir sitt.

 

 

Deila