VALMYND ×

Tónlist fyrir alla

Þau Laufey og Páll hafa starfað saman frá árinu 1986.  Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. 
Á efnisskrá þeirra eru verk frá barokk-tímanum til okkar daga og íslensk tónskáld hafa samið verk fyrir þau sérstaklega.
Upphaf skólatónleika á Íslandi má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands árið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi.
Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.
Leitast er við   að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best. (www.tonlistfyriralla.is)
Deila