VALMYND ×

Þjóðleikur

Hilda María Sigurðardóttir og Pétur Ernir Svavarsson í sínum hlutverkum á Þjóðleik. Mynd: Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Hilda María Sigurðardóttir og Pétur Ernir Svavarsson í sínum hlutverkum á Þjóðleik. Mynd: Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.

Nú um helgina var Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks, haldinn í Edinborgarhúsinu hér á Ísafirði. Hátíðin er haldin annað hvert ár á landsbyggðinni, að frumkvæði Þjóðleikhússins, í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og fjölda annarra aðila. Sex leikhópar ungs fólks af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sýndu tvö glæný íslensk leikverk. Í hópi þessa ungu listamanna voru 28 nemendur úr leiklistarvali og tækniráði Grunnskólans á Ísafirði, undir leikstjórn Hörpu Henrýsdóttur. Krakkarnir voru í tveimur hópum og sýndu bæði leikverk hátíðarinnar, þ.e. Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur og Hlauptu/Týnstu eftir Berg Ebba.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel og er greinilegt að skólinn á margt efnilegt listafólk, sem við eigum eflaust eftir að sjá meira af í framtíðinni.

Deila