VALMYND ×

Sumarlestur

Nemendur G.Í. í heimsókn á bókasafninu. Mynd: Bókasafnið Ísafirði
Nemendur G.Í. í heimsókn á bókasafninu. Mynd: Bókasafnið Ísafirði

Undanfarin sjö ár hefur Bæjarbókasafnið boðið upp á sumarlestur fyrir börn. Í ár verður boðið upp á þetta skemmtilega lestrarátak í 8. sinn og stendur sumarlesturinn yfir 2. júní - 23. ágúst.  Markhópurinn eru börn á grunnskólaaldri og þá sérstaklega börn 12 ára og yngri sem hafa náð tökum á lestri.

Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar niðurstöður PISA-könnunar og minnkandi læsi meðal nemenda í íslenskum grunnskólum. Með þessu átaki vill bókasafnið reyna að leggja sitt af mörkum til að efla lestur yfir sumarmánuðina. Áhersla er lögð á að foreldar komi með börnum sínum til að aðstoða við bókaval og verða starfsmenn einnig með tilbúna bókalista til leiðbeiningar, því að miklu máli skiptir að börnin finni bækur sem passa við lestrargetu og að þeim finnist bækurnar skemmtilegar.

Við hvetjum alla nemendur og foreldra til að nýta sér þetta góða átak bókasafnsins.

Deila