VALMYND ×

Stóra upplestrarkeppnin sett formlega

Nemendur 8. bekkjar lásu upp og léku á hljóðfæri
Nemendur 8. bekkjar lásu upp og léku á hljóðfæri
1 af 10

Í dag var stóra upplestrarkeppnin sett formlega í Hömrum. Nemendur 8. bekkjar, sem tóku þátt í fyrra, lásu sögubrot og ljóð og  léku á píanó og harmóníku. Nemendur 7. bekkjar voru sérstakir gestir, þar sem þeir taka við keflinu og hefja nú markvissar æfingar í framsögn næstu mánuði. 

Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Þetta á ekki síst við um lokahátíð keppninnar, sem haldin verður í mars 2014.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu verkefnisins.

Deila