VALMYND ×

Skáldavika

Ólafur Haukur Símonarson
Ólafur Haukur Símonarson

Undanfarin ár hafa verið haldnar skáldavikur í skólanum, þar sem einu skáldi eru gerð ítarleg skil. Í fyrra var það Vilborg Dagbjartsdóttir, en nú er röðin komin að Ólafi Hauki Símonarsyni. Ólafur Haukur hefur samið ógrynni af ódauðlegum lögum og ljóðum í gegnum tíðina, t.d. við leikritin um Hatt og Fatt og Köttinn sem fer sínar eigin leiðir.

Í komandi viku, 15. - 19. október, munum við því eflaust sjá og heyra mörg af verkum Ólafs Hauks, þar sem nemendur munu vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni út frá ljóðunum, auk þess sem söngurinn verður í hávegum hafður.

Deila