VALMYND ×

Samræmd könnunarpróf

Endurfyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku og ensku í 9. bekk hófst í gær mánudaginn 30. apríl en próftímabilið stendur yfir til 11. maí. Öllum nemendum býðst að þreyta könnunarpróf að nýju, hvort sem þeir náðu að ljúka prófum í mars eða ekki. Skólar gátu valið að hafa prófdaga í vor eða haust en alls verða 13 prófdagar.

Grunnskólinn á Ísafirði ákvað að velja dagana 2. og 3. maí og verður enskuprófið því lagt fyrir á morgun og íslenskuprófið á fimmtudag. Þrír nemendur úr 9. bekk völdu að taka enskuprófið og tveir íslenskuprófið, af 27 nemendum árgangsins.

Starfsfólk Menntamálastofnunar hefur undanfarnar vikur undirbúið endurfyrirlögn prófanna. Vandlega hefur verið farið yfir ferla og viðbragðsáætlanir endurbættar, þannig að nú er bara að vona að allt gangi eins og best verður á kosið.

Deila