VALMYND ×

Rýmingaræfing

Í morgun var rýmingaræfing í samstarfi við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar. Æfingin tókst nokkuð vel og tók u.þ.b. þrjár mínútur að rýma alla bygginguna. Ekki spillti veðrið fyrir þar sem það var stillt og gott.

Eftir æfinguna var farið yfir það sem hægt er að bæta. Gæta þarf að því að allar brunabjöllur virki, dyr séu vel opnanlegar og allar útgönguleiðir séu vel greiðar.
Rýmingaræfingar í skólanum eru einu sinni á ári og er nauðsynlegt að æfa rýmingarleiðir og viðbrögð allra starfsmanna og nemenda ef upp kemur eldur. Einnig er skipulagt sérstakt söfnunarsvæði þar sem allir safnast saman eftir bekkjum og framkvæma þarf manntal þegar út er komið, bæði hjá nemendum og starfsfólki.

Deila