VALMYND ×

Niðurstöður nemendaþings

Þann 13.október héldum við nemendaþing í skólanum þar sem umræðuefnið var gagnsemi og hvað ber að varast við notkun samfélagsmiðla.  Við höfðum ákveðið að niðurstöður þessa þings yrðu sendar heim í formi ísskápsseguls svo þær gætu verið til umræðu inni á heimilum. En þegar nemendaþing eru haldin veit maður aldrei fyrirfram hvernig niðurstöður verða.  Þegar svo niðurstöður voru tilbúnar að þessu sinni og búið að draga þær saman varð okkur ljóst að ekki væri hægt að setja þær upp þannig að hægt væri að hafa þær fyrir augum nemenda og foreldra í erli hversdagsins, þar sem þær voru það yfirgripsmiklar.  Við brugðum því á það ráð að fá grafískan hönnuð til setja fyrir okkur upp segul sem innihéldi þá meginhugsun sem kom fram í niðurstöðum nemenda eftir umræðurnar á þinginu.  Segullinn var svo sendur inn á öll heimili nemenda, ásamt ítarlegri niðurstöðu og vonum við að segullinn verði hvatning til umræðu um skynsamlega notkun samfélagsmiðla.

Deila