VALMYND ×

Nemendatónleikar

Nemendur 4. og 8. bekkjar komu saman á nemendatónleikum í Hömrum í gær, 15. apríl. Allir nemendur í þessum árgöngum sem eru í tónlistarnámi, hvort sem er í Tónlistarskóla Ísafjarðar eða Listaskóla Rögnvaldar, léku eitt eða fleiri lög fyrir skólasystkini sín og var þetta mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Leikið var á píanó, fiðlu, gítar, trommur og þverflautu og er óhætt að segja að allir hafi staðið sig vel, bæði tónlistarmenn og áheyrendur.

Það er gaman fyrir tónlistarnemana að fá þetta tækifæri til að sýna hvað þeir eru að fást við og eins er hvetjandi fyrir áheyrendur að sjá þessa hlið á skólafélögum sínum um leið og þeir skemmta sér og læra hvernig á að hegða sér á samkomum sem þessum. 

Þetta er ákaflega skemmtileg hefð og þökkum við Tónlistarskóla Ísafjarðar kærlega fyrir að bjóða okkur á þessa ánægjulegu samkomu.

 
Deila