VALMYND ×

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Hömrum, föstudaginn 13. mars kl. 20:00. Þar munu 13 nemendur úr 7. bekk á norðanverðum Vestfjörðum keppa til úrslita, en þessir krakkar hafa komist lengst í upplestri í sínum skólum. Þátttakendur koma frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskóla Bolungarvíkur, Grunnskólanum Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Súðavíkurskóla. Dómarar verða þau Aðalbjörg Sigurðardóttir, Björk Einisdóttir og Pétur G. Markan.

Stóra upplestrarkeppnin hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi og sex árum síðar voru þátttakendur orðnir 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Höfuðáherslan er lögð á  bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af, enda hafa allir nemendur 7. bekkjar æft framsögn frá því að keppnin hófst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember s.l. 

 

Við hvetjum áhugasama til að koma og hlýða á vandaðan upplestur. 

Deila