VALMYND ×

Ljóð unga fólksins

Veturliði Snær Gylfason með ljóðabókina góðu
Veturliði Snær Gylfason með ljóðabókina góðu

Nú er lokið ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins 2013. Þessi keppni hefur verið við lýði í þó nokkuð mörg ár, á 3-5 ára fresti. Keppnin er undir merkjum Þallar, samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum og skiptast bókasöfn um land allt á um að halda hana. Vinningshöfum voru afhent verðlaunin 23. apríl, á degi bókarinnar, í tengslum við barnamenningarhátíð í Kringlusafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Keppt var í tveimur flokkum, 9-12 ára og 13-15 ára.

Alls bárust yfir 900 ljóð í keppnina og voru valin úr þeim fjölda rúmlega 70 ljóð sem gefin hafa verið út á bók. 

Veturliði Snær Gylfason, nemandi í 9. bekk G.Í., er einn þeirra höfunda sem á ljóð í bókinni og fékk hann bókina senda í viðurkenningarskyni og óskum við honum innilega til hamingju.

Deila