VALMYND ×

Kampakátir meistarar

Kátir Vestra drengir ásamt Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur og Guðríði Sigurðardóttur.
Kátir Vestra drengir ásamt Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur og Guðríði Sigurðardóttur.

Það voru kampakátir körfuboltadrengir sem mættu í skólann í morgun, eftir frábæra keppnisferð til Reykjavíkur. Vestri keppti þar við Val í úrslitum Maltbikarsins í 9. flokki karla og gerði sér lítið fyrir og sigraði með 60 stigum gegn 49.

Í tilefni af bikarmeistartitlinum voru strákarnir kallaðir á sal, ásamt Nökkva Harðarsyni, aðstoðarþjálfara, sem einnig er starfsmaður við skólann og var klappað rækilega fyrir þessu frábæra liði og árangri þeirra. Það er svo einnig skemmtileg tilviljun að fyrir 50 árum varð Guðríður Sigurðardóttir, kennari við skólann, Íslandsmeistari með 2. flokki KFÍ.

Við óskum Vestra enn og aftur innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Deila