VALMYND ×

Heimsókn í 3X Technology

Í síðustu viku buðu forsvarsmenn fyrirtækisins 3 X Technology 10. bekkingum í heimsókn til að skoða fyrirtækið og kynnast starfsemi þess.  Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri og Karl K. Ásgeirsson rekstrarstjóri tóku á móti nemendum og leiddu þá um fyrirtækið og sýndu þeim um alla króka og kima. Þeir ræddu um þau ýmsu störf sem þar eru unnin, hvaða menntun þarf til og hvöttu nemendur til að mennta sig og nýta þá margvíslegu möguleika sem fyrir hendi eru í heimabyggð. Að lokum voru allir leystir út með gjöf; útskorinni mynd úr stáli af Íslandi.

Kennarar og nemendur 10. bekkjar senda sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir þetta boð, heimsóknin var mjög fræðandi og ánægjuleg í alla staði.

Deila