VALMYND ×

Grettir

Elfar Logi í gerfi Grettis Ásmundarsonar. Mynd: Kómedíuleikhúsið.
Elfar Logi í gerfi Grettis Ásmundarsonar. Mynd: Kómedíuleikhúsið.

Kómedíuleikhúsið sýndi nemendum unglingastigs nýjasta verk sitt, Gretti, síðastliðinn fimmtudag. Elfar Logi Hannesson fór þar yfir sögu Grettis sterka Ásmundssonar og er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum og hélt hann athygli unglinganna óskiptri allan tímann.

Grettir sterki Ásmundarson þótti ódæll í uppvexti sínum, fátalaður og óþýður, bellinn bæði í orðum og tiltektum en fríður maður sýnum. Mikill kappi á velli og svo sterkur að hann bar naut á herðum sér. Lagði hann og bjarndýr sem berserki og meira að segja drauginn Glám. Hann var loks útlægur ger, eins og segir á síðu Kómedíuleikhússins. 

Nemendur 8.bekkjar fá vænan skammt af fornsögunum á þessum vetri, þar sem þeir eru búnir að lesa Egils sögu og eru að lesa Laxdælu, auk þess að fá þessa innsýn í sögu Grettis.

 

Deila