VALMYND ×

Forvarnarfræðsla Magga Stef

Forvarnarfræðsla Magga Stef verður með opinn fræðslufund fyrir foreldra barna og unglinga undir yfirskriftinni Hvenær er besti tími dagsins til þess að ala upp barn, miðvikudaginn 3. maí n.k. kl. 20:00 í Stjórnsýsluhúsinu. Á fundinum verður m.a. fjallað um:

  • Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
  • Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
  • Kannabisplöntuna (hass/gras/weed/vax/olía) og skaðleg áhrif af neyslu.
  • MDMA, Purple Sprite, Kókaín, læknadóp, Blunt, gas, spítt, Spice, K2, Fentanyl, Krókadíl og fleiri efni

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Fyrirlesari er Magnús Stefánsson fjölskylduráðgjafi ICADC/ICPS sem hefur starfað hjá Maritafræðslunni síðan árið 2001. Magnús hefur getið sér gott orð í því að ná til ungmenna við að útskýra mögulega skaðsemi vímugjafaneyslu, auk þess sem hann er tónlistarmaður og hefur spilað með hljómsveitum s.s. UTANGARÐSMÖNNUM, EGO og SÁLINNI HANS JÓNS MÍNS. 

Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í að fræða unglingana sína. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að mæta.

Auk þessa opna fræðslufundar býður Magnús upp á eftirfarandi fundi:

Þriðjudaginn 2. maí kl. 10:00-11:00 fyrir nemendur 8. - 10. bekkjar, í sal skólans

Þriðjudaginn 2. maí kl. 12:00-13:20 fyrir nemendur 4. bekkjar og foreldra þeirra, í dansstofu skólans

Þriðjudaginn 2. maí kl. 16:30-17:30 fyrir nemendur 5. - 7. bekkjar og foreldra þeirra, í sal skólans.

 

 

Deila