VALMYND ×

Forvarnardagurinn

Þann 2. október s.l. var forvarnardagurinn og hélt 9. bekkur upp á hann í gær og fylgdi dagskrá sem gefin er út af UMFÍ, skátunum og fleirum. Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV og íþróttakennari við skólann, ræddi við krakkana og horft var á hvatningarmyndband þar sem forseti Íslands ávarpaði unglingana og ýmsir þjóðkunnir Íslendingar sögðu skoðun sína á áfengis- og vímuefnanotkun og ræddu um mikilvægi skipulegs tómstundastarfs og samveru fjölskyldunnar. Að því loknu ræddu nemendur þessi mál í litlum hópum og skiluðu niðurstöðum inn á heimasíðu forvarnardagsins. Síðasti hluti dagskrárinnar, ratleikur þar sem ipad er í verðlaun fyrir 3 heppna þátttakendur, er á heimasíðu verkefnisins. Leikurinn er opinn næstu tvær vikurnar og geta krakkarnir tekið þátt ef og þegar þau vilja. Á heimasíðunni er einnig hægt að sjá myndböndin, þau eru stutt og skemmtileg og tilvalið fyrir foreldra að kíkja á þau.​

Deila