VALMYND ×

Evrópski tungumáladagurinn

1 af 5

Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum evrópskum tungumáladegi og hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2001 til að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms.

Nemendur G.Í. létu ekki sitt eftir liggja. 8. bekkur valdi sér einhverja jákvæða og glaðlega setningu og fann út hvernig hún væri á hinum ýmsu Evrópumálum. Flestir fóru á netið og nýttu sér vefinn snara.is eða google translate en sumir flettu upp í orðabókum af bókasafninu. Vinnan fór fram á ýmsum stöðum, í bekkjarstofum, myndmenntastofu, glerbúrinu, á ganginum eða á bókasafninu. Útkoman varð mjög skemmtileg og má sjá afraksturinn á veggjum skólans, þar sem setningar eins og: Þú ert falleg, Ég elska þig, Mér finnst ís góður og fleiri í þeim dúr hafa verið skrifaðar á veggspjöld á ýmsum tungumálum. 

Deila