VALMYND ×

Erfiðleikar með samræmt próf

Þar sem netþjónn Menntamálastofnunar stóð ekki undir því álagi sem fylgdi prófatöku 9.bekkjar í íslensku í morgun lentu flestir skólar landsins í vandræðum. Hjá okkur komust nokkrir nemendur inn í prófið og gátu byrjað, en duttu síðan út aftur. Þegar við höfðum beðið í 70 mínútur án þess að kerfið væri komið í lag ákváðum við að ekki væri ástæða til að bíða lengur þar sem niðurstöður yrðu hvort sem er ómarktækar. Við bíðum nú ákvörðunar Menntamálastofnunar um hvort reynt verður að endurtaka prófið síðar eða ekki og erum þar í sömu sporum og margir aðrir skólar.

Við höldum okkar striki hvað varðar stærðfræðiprófið á morgun og treystum því að kerfið verði þá komið í lag.

Deila