VALMYND ×

Dagur myndlistar

Síðastliðinn fimmtudag fengu nemendur í myndmennt heimsókn frá Höllu Birgisdóttur listamanni. Það er árlegur viðburður hjá okkur að fá heimsókn frá myndlistamanni í tilefni af Degi myndlistar en það er Samband íslenskra myndlistamanna sem býður grunnskólum landsins upp á slíkar kynningar.   

Halla sagði nemendum frá verkum sínum, ferlinu á bak við verkin, hvernig er að starfa sem myndlistamaður, frá veikindum sem hún glímdi við og var hluti af útskriftaverki hennar frá Listaháskóla Íslands. Halla hafði á orði hversu líflegir og áhugasamir nemendurnir væru en þeir voru óhræddir við að spyrja listmanninn spjörunum úr.  

 Við þökkum Höllu kærlega fyrir heimsóknina.

Deila