VALMYND ×

Ást gegn hatri

Hermann Jónsson og Selma Björk Hermannsdóttir. Mynd:bleikt.pressan.is
Hermann Jónsson og Selma Björk Hermannsdóttir. Mynd:bleikt.pressan.is

Foreldrafélög Grunnskólans í Bolungarvík, Grunnskólans á Ísafirði og Menntaskólans á Ísafirði bjóða upp á fyrirlesturinn Ást gegn hatri, en hann er ætlaður bæði nemendum og foreldrum. Feðginin Hermann Jónsson og Selma Björk Hermannsdóttir hafa undanfarna mánuði farið í skóla og sagt nemendum sögu sína. Selma hefur rætt um það mikla einelti sem hún hefur lent í og sagt frá hvernig hún hefur unnið úr þeirri reynslu.  Hún mun heimsækja Grunnskólann á Ísafirði og Menntaskólann á Ísafirði 18. september og Grunnskólann í Bolungarvík 19. september.

Hermann hefur rætt við foreldra um það hvernig hann hefur markvisst byggt Selmu upp og kennt henni að takast á við eineltið á einstakan hátt.

 

Boðið verður upp á almennan fyrirlestur sem á erindi við alla foreldra fimmtudaginn 18. september kl. 19:30 í Stjórnsýsluhúsinu og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.

 

 

Deila