VALMYND ×

Ásdís Ósk og Saga Líf í úrslit NKG

Ásdís Ósk og Saga Líf í þriðju röð, lengst til hægri. Mynd: Facebook NKG
Ásdís Ósk og Saga Líf í þriðju röð, lengst til hægri. Mynd: Facebook NKG
1 af 2

Tvær stúlkur úr 7. bekk G.Í., þær Ásdís Ósk Brynjarsdóttir og Saga Líf Ágústsdóttir komust í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) með hugmynd sína ,,Vasapeningar". Dómnefnd valdi hugmynd þeirra ásamt 25 öðrum, en alls bárust um 1200 hugmyndir í keppnina. Stelpurnar mættu galvaskar í vinnusmiðju NKG í Háskólanum í Reykjavík um liðna helgi þar sem öllum var gefið færi á að útfæra hugmyndir sínar nánar með aðstoð leiðbeinenda. Hugmynd þeirra Ásdísar og Sögu gengur út á smáforrit sem foreldrar og börn geta nýtt sér til utanumhalds á vasapeningum.

Þær Ásdís Ósk og Saga Líf fengu viðurkenningarskjal fyrir að komast í úrslit keppninnar, auk þess sem þær hlutu gjafabréf í Háskóla unga fólksins 2019 og fjármálaverðlaun Arion banka. Við óskum þeim stöllum, foreldrum þeirra og kennurum innilega til hamingju með árangurinn.

Deila