VALMYND ×

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

Miðvikudagurinn 2. apríl er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, en það er fæðingardagur H.C. Andersens. Líkt og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi, sem eru frjáls félagasamtök áhugamanna um barnabókmenntir og barnamenningu, íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Þórarinn Eldjárn hefur að beiðni félagsins skrifað söguna Blöndukút í Sorpu sem hentar lesendum frá 6 ára aldri og verður henni útvarpað á Rás 1  kl. 9:10 sama dag.

Deila