VALMYND ×

Aðventan

Skólastarfið hefur verið fjölbreytt nú á aðventunni sem endranær, en ýmislegt er gert til að brjóta það upp í mesta skammdeginu.

Vinabekkirnir í 1. og 8. bekk hittust á föstudaginn, þar sem unglingarnir lásu jólasögu fyrir yngri krakkana og sungu saman jólalög.

Krakkarnir í 3. bekk skruppu upp í Jónsgarð, hengdu upp kertalugtir í trén og kveiktu eld. Á meðan kakóið hitnaði á hlóðunum var brugðið á leik og svo var fengið sér heitt kakó og borðað jólasmákökur með. 

7. bekkur heimsótti Bæjarbókasafnið í vikunni og naut þess að glugga í bækur og blöð, en það er alltaf jafn notalegt að sækja það heim, enda einstakur andi í því virðulega og fallega húsi.

Jólaundirbúningurinn er í hámarki þessa dagana hjá öllum árgöngum, en allir föndra eitthvað ákveðið stykki sem þeir fá svo að taka með sér heim fyrir jólin. Einhverjir foreldrar verða jafnvel heppnir og fá handgerðar jólagjafir fá börnunum sínum.

Deila