VALMYND ×

1. des. leiksýning nemenda

Föstudaginn 27. nóvember kl. 20:00 frumsýnir leiklistarval skólans leikritið Ársæll Veru- og Friðfinnsson & hið fjarstæðukennda mál, eftir Michael Maxwell, í þýðingu og leikstjórn Hörpu Henrysdóttur. Fjölmargir nemendur koma að sýningunni á einn eða annan hátt og hafa æfingar verið stífar undanfarnar vikur.

Frumsýningin er einungis ætluð nemendum skólans, enda er leikritið hluti af 1. des. hátíð þeirra. Önnur sýning er laugardaginn 28. nóvember kl. 15:00 í sal skólans og er aðgangseyrir kr. 1.000. 

Bætt hefur verið við aukasýningu miðvikudaginn 2. desember kl. 20:00.  
Ágóðinn af sýningunni rennur í sérstakan sjóð sem ætlaður er til að endurnýja tól, tæki og búnað sem nýtist við sviðslistir í skólanum.

 

Deila